
hræðilegur dagur, en samt sprenghlægilegur dagur næstum liðinn.
í gær áttum við axel frí og þar sem veðrið var virkilega huggulegt skelltum við okkur í sundföt og hjóluðum á ströndina. þar var gaman. við lágum í leti og þegar við vorum að bráðna stukkum við í sjóinn. hann var kaldur. rosa góður dagur að við héldum. um 4 ákváðum við að fara að leggja af stað heim. og þegar við komum heim föttuðum við að enginn ætlaði að elda fyrir okkur, svo við fórum í nettó og keytpum lauk og túnfisk. þegar við komum heim fórum við í þvottahúsið til að þvo föt (já). á þessum tímapunkti fór allt niður á við. dagurinn var ekki lengur svo góður. allt í einu urðum við bæði rosalega þreytt og sveitt. við fórum heim og ætluðum samt að elda, en þegar við vorum búin að taka pönnuna og laukinn út gáfumst við upp. við fórum upp í rúm og steinsofnuðum með öll ljós kveikt og í fötunum. allt í einu rumska ég og lít á klukkuna, þá er hún hálf 10. ég fór fram úr og ætlaði að fá mér vatn og slökkva ljósið. þegar ég stóð upp fór ég að svitna rosa og mér fannst eins og ég þyrfti að æla, það gekk samt ekki. ég dreif mig bara aftur upp í rúm og hélt áfram að sofa.
klukkan hringdi klukkan 7 í morgun og við áttum að fara í vinnuna. þegar við ætluðum að standa á fætur gekk ekkert. vá hvað við erum SÓLbrunnin, steikt rækja (arnrún) og the red giant (axel). mjög undarlegt. við hringdum okkur inn veik og fórum að smyrja okkur. after sun, aloa vera, sprit og honey drops. þannig er dagurinn sem sagt búinn að vera, sofa og smyrja. og reyndar horfa á lost.
<< Home