arnrún tryggvadóttir

|

11 júlí 2006


axel og risa ísinn sem samanstóð af 3 kúlum, 2 rjómabollum og ca. 2 lítrum af rjómaís með súkkulaðidufti.

hann elskar íslandsbryggju

hahaha, axel

glenna spangir sem eru bráðum að fara

auður er sæt

brjálaða partýið rétt að byrja

sara og auður á leiðinni í metro


jæja, helmikið búið að gerast síðan síðast.

sara og auður komu af hróaskeldu til okkar á mánudaginn. þá fórum við í christianiu smá og svo ákváðum við að fara í metro í nörrebro, þar snæddum við kebab og pizzur.
ok, á miðvikudaginn og fimmtudaginn fengum við axel frí í vinnunni. það var gaman. á þriðjudagskvöldið héldum við klikkað partý og fórum svo í bæinn. hittum fullt af íslendingum, eins og t.d dóra dna. akkúrat þá var ég með blóðnasir. þá söng hann fyrir mig kocaloca dancing like a crazy man, gott. en ok morguninn eftir sváfum við til svona 11 og svo fórum ég, sara og auður í bæinn. fyrst í fullt af skemmtilegum second hand búðum í miðbænum og svo í nörrebro. keyptum ýmislegt. um kvöldið voru svo tónleikar í christianiu með hjálmum. þar var allt stappað af íslendingum, okkur leið bara eins og við værum á íslandi. ofboðslega eru þeir nú alltaf góðir, ég elska hjálma. daginn eftir fórum við svo í þvottaleiðangur í aðalbygginguna á þessu kollegi, þar er þvottahúsið, bar, veitingastaður, líkamsræktarstöð og ýmislegt. við vorum e-ð að skoða okkur um og löbbuðum inn á barinn. getiði hverjir voru þar að hanga, hjálmar. að hanga á bar á öresundskolleginu. heitur staður
allt í lagi, næsti dagur var svakalegur, fyrst fórum við í pikknikk í garð sem er hérna rétt hjá, með ávexti og snakk. lágum í sólbaði og átum. svo þurftum við að fara heim því barry var að fara til læknis. þá byrjaði ballið, sem ég nenni ekki að lýsa í smáatriðum. hann allavega var hann næstum dáinn og sendur beint upp á spítala og þurfti að vera þar yfir nótt. drama drama.
svo fór auður heim á fimmtudagskvöldið, en sara fór bara áðan. þannig að núna erum við bara tvö aftur. en já við vorum að vinna alla helgina frá 7 til 4, fyrst í salnum og svo á herbergjunum svo við höfðum ekki mikla orku til að gera e-ð eftir vinnu. við vorum bara að hanga og horfa á video, eða sara og axel horfðu og ég svaf.
í gær fórum við svo í tívolí, það var stuð í því eins og alltaf en það var dýrt. svo um kvöldið fórum við á íslandsbryggju á tónleika með eivör pálsdóttir. og eftir það keyptum við ís sem var stærri en hausinn á okkur.

góð upptalning, kaupmannahöfn er yndisleg, en nú ætla ég að hætta. axel er að elda, ég ætla að fara að hjálpa til

hejhej

stats count

Powered by Blogger