arnrún tryggvadóttir

|

06 október 2006

mér þykir nú rúnka rokk vera orðin heldur líflaus. reynum að pumpa hana til. ok

ég heiti arnrún tryggvadóttir og pabbi minn heitir tryggvi jónsson. pabbi er 50 ára gamall, hvorki meira né minna. hann er virkilega duglegur að halda öllu fínu heima. sem er gott mál. hann er kenndur við tæki eitt er moppa kallast. sem sagt tryggvi moppa. ekki er það nú slæmt viðurnefni, nei (það er svolítil Bree Van de Kamp í honum). alltaf er ég að komast meira og meira að því að ég er ekki svo ósvipuð honum pabba.
ég ætla að taka dæmi:
nú er ég búin að vera ein heima ca. síðasta mánuðinn (bree kemur meira fram í mér þegar ég er ein heima). þegar ég er að fara að sofa á kvöldin líður mér illa ef að er allt í rugli heima, og gríp þá til að mynda í ryksuguna, moppuna, afþurkunarklútinn, uppþvottaburstann eða jafnvel í þvottavélina. þetta er eiginlega frekar vandræðalegt. og þetta er ekkert grín...ég var að enda við að þvo 2 þvottavélar, ryksuga og skipta um á rúminu mínu, jú.

og nú yfir í annað. alexandra litla frænka er svo sniðug.
ég ætla aftur að taka smá dæmi:
(mamma var nýkomin heim frá danmörku þar sem hún var að passa alexöndru. greyið fékk hálsbólgu og var veik síðasta daginn, sem sagt mamma. alexandra hringdi í mömmu þegar hún var komin til íslands, og hér kemur stutt útgáfa af samtalinu)
a: ertu orðin frísk?
m: nei ég er nú ennþá með hálsbólgu og slöpp
a: já ég er nú faktiskt með hálsbólgu líka
m: nú það var ekki gott
a: nei, bless
m: ertu bara farin?
a: já (fer úr símanum og kemur svo aftur skömmu síðar)
a: það gengur allt vel með barry, bless

þetta er ekki fyndið í bókstöfum.
hún var samt ekki með neina hálsbólgu og barry er kötturinn hennar.
hún sagði einnig við mömmu að hún væri nú faktiskt ekki mjög góð í dönsku.

það gerist ekki mikið í lífi mínu þessa dagana

sjáumst, arnrún

stats count

Powered by Blogger