arnrún tryggvadóttir

|

15 desember 2006

jólin eru að koma. það var ég bara að fatta áðan, með hjálp söndru. en nei ég er enn í fullum skóla takk. fer samt að styttast í jólafrí.
ahh jólafrí, ég elska
- að fara í freyðibað á þorláksmessu, svo í jólanáttföt og skreyta jólatréð með brósa (hann er reyndar löngu hættur að nenna því með mér)
- vakna á aðfangadag og fara að horfa á jólateiknimyndir
- fara svo til ömmu og afa og borða möndlugraut, vonandi vinn ég núna
- bara allt!

ég hlakka til

en jólin eru ekki komin. fyrst þar ég að læralæralæralæra stærðfr. um helgina, lesa leikrit, dansa á jólasýningunni og fara á langa leiklistaæfingu. Og á mánudaginn ding! Losna Við Spangir. þá get ég byrjað að lifa á ný, eins og linda rakel sagðir mér eitt sinn. þetta kalla ég vinkonu. já og svo eitt stæ.próf á þriðjudaginn og þá er þetta svona næstum komið held ég.


anna og harpa sætar á árshátíða menntaskólans á akureyri

set kannski bara fleiri seinna

bless

stats count

Powered by Blogger