arnrún tryggvadóttir

|

25 janúar 2007

hæhó

praise the lord, prófin eru búin. þetta voru nú meiri tussuprófin, þau sóttu ákaft og hratt á tussu ársins 2006 sem allir eiga að vita hver er. ekki meiri ljót orð.

mér gekk illa, held ég. var á barmi taugaáfalls, drakk kók og skalf, prumpaði(ég sé að ég hef haldið áfram með ljót orð) og tók próf. og svo búmm! á þriðjudaginn vaknaði ég æst, hljóp upp og kíkkaði á innu. og ég náði öllu, reyndar á ég eftir að fá út úr eðlisfræði sem var það versta. en ég fékk sem sagt 8 í öllu nema 7 í stæ og 9 í sundi. pabbi skuldar mér 1000 kr.

og nú er komið fríííííí. sofa, borða, dansa og læra læra læra, djók, ekki læra.

fréttir, ég er komin með nýjan danskennari og hlustiði nú vel. hann dansaði í eurovision. það er gaman að vera í dansskóla.

þetta blogg er allt útum allt, svo við skulum bara halda áfram með það. +

ég veit ekkert hvað ég á að gera í sumar. það er óþægilegt. en eitt er þægilegt, og það er að vera í fríi. svo ég segji jéss.

afmæli á laugardaginn. vera glöð og förum í veislu með hatta og flautur. förum svo til london í apríl.

en förum núna að horfa á babel.



arnrúntryggvadóttir.

stats count

Powered by Blogger