arnrún tryggvadóttir

|

06 mars 2007

Í dag er dagurinn til að skríða ofan í jörðina og vera þar.

Ég vaknaði þreytt, fór í föt og lagði af stað fótgangandi í skólann. Á leiðinni þarf ég að fara yfir þrjár götur, og ég var sem sagt að bíða við gangbraut númer tvö þegar megadagurinn varð megadagur. Maður á fertugsaldri, líklega á leiðinni í vinnunna, sá mig standa þarna myglaða og að verða of sein í tvöfalda þýsku og tók þá ákvörðun að stoppa til þess að hleypa mér yfir götuna. Hann var sem sagt akandi á stórum gulljeppa. Slæmt eða gott. Allavega var annar maður, líklega á tvítugsaldri og líklega á leiðinni í skólann, að aka fyrir aftan hann og fattaði greinilega ekki að það var hálka og var augljóslega e-ð þreyttari en ég. Jú, því að hann áttaði sig ekki á því að gulljeppinn væri stopp og dúndraðist í skottið á honum. Gott stuff, skipti mig svo sem engu máli. Ég labbaði bara áfram yfir götuna með iPodinn, þóttist ekki sjá neitt. En þú veist, bara ekkert spes að byrja á því að vera einhver svona gella skiluru?

Aðallega er þetta slæmur dagur vegna þess hvernig veðrið er. Helvítis ljótadauða slabb, já ég er ágæt að blóta og mér er alveg sama.

En betri tímar nálgast.

Það var helgi um daginn og ég tók nokkrar myndir. Og ég er að hugsa um að setja nokkrar hér í þetta blooooooggggg!


æ hvað þær eru alltaf sætar



og þær líka


veit ekki alveg hvað anna er að gera en ég er hlægjandi

Margrét Anna lekkerí


linda já, birna já og hulda já!

svo fór fólk að setja hendur upp í loft



sandra SLÓ nú samt alla út

eftirpartÝ!


svona gott líka





stats count

Powered by Blogger